<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 04, 2008

Ég átti afmæli í gær. Ég er orðin 29. Tuttuguogníu! TUTTUGUOGNÍU. Hvað gerðist eiginlega? Ég var 25, svo alltíeinu er ég 29. Næst verð ég 30 og ég er ekkert tilbúin, vill einhver kenna mér á bremsuna takk. Ég var samt spurð um skilríki á Hressó í gær og hresstist aðeins við það.

Við Dæja héldum sameiginlega sushi afmælisveislu á laugardaginn var (afsakið ef ég gleymdi að bjóða einhverjum, pottþétt aldurinn sko, og athyglisbresturinn). Hér er mynd af okkur með grímurnar frá Árnýju, single & sexy. Stuttu seinna var ég svo komin með báðar grímurnar, svona eins og segir í orðatiltækinu: það runnu á mig 2 grímur en svo þegar rann af mér fann ég hvoruga. Dæja eru þær hjá þér?


Ég slasaði mig um daginn, sneri á mér ökklann og get varla gengið. Viðbrögð fólks finnast mér mjög athyglisverð. Flestir spurja: jæja vinan, varst þú kannski að skemmta þér um helgina? Afhverju spyr mig enginn hvort þetta séu íþróttameiðsl, meina, ég er nú einusinni leikfimikennari!
To do á þessu aldursári:

Svo gerði Maja afmælisblogg um mig, tékkit.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?