<$BlogRSDURL$>

föstudagur, mars 24, 2006

Tíminn líður aðeins of hratt. Nei allt of hratt, þetta fer að verða skerí. Sko, ég, góðmennskan uppmáluð, gef stundum blóð. Bæði því það er svo einfalt góðverk og það er svo gott að borða í blóðbankanum. Fór þangað áðan í lunch því mér fannst eitthvað langt síðan ég fór síðast. Ég hugsaði að það hlytu allavega að vera komnir 4 mánuðir, stelpur mega nefnilega bara gefa blóð á 4 mánaða fresti( strákar á 3 mánaða)Svo leit ég á blóðgjafakortið mitt þegar ég kom og síðasta blóðgjöf var 22 mars 2005. ÁR OG 2 DAGAR! Hef greinilega ekkert tímaskyn.

Annars hló ég endlalaust að þessu í gær, framúrskarandi flutningur þó þetta sé öörlítið falskt kannski:) Hún fær plús fyrir innlifun og sjarma.

þriðjudagur, mars 21, 2006

Aha!! Mikið var gott að fá þetta á hreint:




Your Inner Eye Color Is Blue



You've got the personality of a blue eyed women

You're intense and expressive - and always on the go

You've also got a sweet, playful side - which draws men in

What's Your Inner Eye Color?



Kisamín átti afmæli á miðvikudaginn var og ég steingleymdi því. Dauðskammast mín alveg fyrir að hafa gleymt fyrsta afmælisdegi einkaerfingjans. Fyrirgefðu Kisamín.

Ég er komin með stöð 2 og bíórásina svo nú þarf ég aldrei aftur að fara út:) Það þýðir Idolpartý í Norðurmýrinni komandi föstudaga. Læt fylgja 2 myndir af Kisumín, spurning: Hvort haldiði að hún sé svona lítil eða rassinn á mér svona stór?

mánudagur, mars 13, 2006

Hvernig er hægt annað en að elska kisur. Þótt þær komi inn með orma og skemmi húsgögn, þær eru bara svo fyndnar og skemmtilegar. Sjáiði bara.

föstudagur, mars 10, 2006

Mars byrjaði illa. Ég fékk flensu 1. mars og hún varði í viku og ég er enn hóstandi. Hef bara ekki orðið svona veik í 7 ár held ég. Ógeð. Flensunni slúttaði ég svo í fyrradag með að kenna 3 leikfimitíma í röð sem er meira en að segja það eftir margra daga kyrrsetu. Kenndi svo 2 í gærmorgunn og mér er illt í rassinum og höndunum og er að fara að kenna aðra 2 á eftir.

Saumaklúbburinn er að fara til Köben eftir nokkrar vikur og svo vorum við Helga að bóka okkur til Spánar í byrjun júní, ætlum að vera í viku á strönd , baka okkur og drekka kokkteila. Verðum bara klukkutíma frá Barcelona svo það er hægt að skreppa þangað og versla. Tina kemur kannski að heimsækja okkur frá Sviss og Katerina frá London.

Sundlaugin á hótelinu okkar í Llorret de mar, ef þið skoðið vel sjáið þið að það er bar ofan í lauginni.




Ég á nokkra vini sem virðast halda að ég hljóti bara að deyja ein því ég er orðin 26 ára og á ekki kærasta og ekki börn og hef heyrt að ég VERÐI að fara að drífa mig áður en það sé um seinan. Skondið, mér finnst lífið mitt einmitt mun meira spennandi heldur en flestra sem eiga mann og barn/börn or er alveg til í svona 2 ár í viðbót af fullkomnu frelsi, ferðast, læra og gera það sem mér sýnist þegar mér sýnist án þess að hafa áhyggjur af því að styggja fúlan maka eða finna pössun fyrir krakkaorma.

Að lokum ætla ég sem einkaþjálfari að gefa ykkur sem viljið grennast ókeypis ráð. Þetta virðist nefnilega vefjast fyrir svo mörgum en þetta er alls ekki flókið. Ok, here goes: Borðið minna og hreyfið ykkur meira. Flóknara var það ekki og ég LOFA að það virkar:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?