<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, september 28, 2004

Ég get víst ekki lengur látið bloggið heita Lísa í Sviss, hvað þá kallað mig alpaprinsessu! Ætli ég verði ekki að sætta mig við að vera bara óbreytt prinsessa... Nú heitir bloggið einfaldlega Lísa. Ég prufaði fyrst Veröld Lísu en mér fannst eitthvað dónalegt við það. Reyndar held ég að mér takist að sjá eitthvað dónalegt við flest allt bara.

sunnudagur, september 26, 2004

Ég var að taka til í bílskúrnum um daginn og fann ýmislegt sem ég var löngu búin að gleyma að væri til, myndir, skóladót og fleira slíkt. Fann eina af mörgum sögubókum sem ég gerði þegar ég var 6-7 ára og bókstaflega grenjaði úr hlátri, úff hvað ég var sniðug:-) Ég fann líka dagbók sem við Dæja héldum þegar við vorum á Mallorca '95 og við lásum hana í gær. Við vorum kannski með örlítinn vott af unglingaveiki verð ég að viðurkenna...
Hér er smá sýnishorn úr dagbókinni, við hlógum mest að færslunni 30. júní:

Lísa (og Dæja) á Mallorka dagana 12/6 -3/7 1995
Dagbók (verður bráðum gefin út í þúsundatali)

Þriðjudagur 13/6 '95
....svo fórum við Dæja á röltið, fengum fullt af boðsmiðum á fullt af stöðum. Hittum Franco og Dæja frussaði framan í hann og gerði sig að OFUR FÍFLI. Fórum heim, vorum svaka heppnar, fórum svo að sofa...
Laugardagur 17/6 '95
...Átum með Íslendingunum á hótelinu. Skemmtiatriði og svaka fjör, Lísa fær barnapakka. Förum út að djamma og Lísa fær nýtt ör á hnéið og risa blöðru á tánna, frekar óhentugt.
Sunnudagur 25/6 '95
Síðasta kvöld Habbýar, fórum á Dirty Duck...Manuel var tekinn fyrir of hraðan akstur dansidansidans. Simmi í nýjum nærum með stimpil á rassinum. Chiao.
Föstudagur 30/6 '95
...Rooosalega mega dúndurbabe fjör (held ég) NOT eða eitthvað Bless
Laugardagur 1/7 '95
Leigðum vespu og fórum á rúntinn í næstu þorp og um alla Cala d'or með Hemma og Nalla. Um kvöldið duttum við í'ða og Dæja fór....á ströndina og Lísa fór heim í brjáluðu skapi og er ekki enn búin að fyrirgefa Dæju búhú.......
Mánudagur 3/7 '95
Heim til kúka Íslands algjör bömmer böhö, farin heim í fisk, lýsi, rigningu og rok.

miðvikudagur, september 22, 2004

Jæja nú hef ég loksins skemmtilega sögu handa ykkur: Mamma mín gifti sig í gær honum Finni eftir 17 ára sambúð og 2 syni. Þau skelltu sér til sýslumanns og létu pússa sig saman og í dag eru þau svo að fara í viku honeymoon til Marbella. Þau voru ákveðin að gera ekki neitt veður út af giftingunni og sögðu bara örfáum frá, mamma ætlaði meira að segja beint að kenna leikfimi eftirá...en lítið vissu þau að við Jenný frænka vorum búnar að plana surprisepartý fyrir þau og redda mömmu fríi. Við létum útbúa brúðarvönd fyrir mömmu og blóm í hnappagatið á Finni, skreyttum bílinn hennar mömmu með slaufum meðan á athöfninni stóð. Svo biðum við ásamt bræðrum mínum fyrir utan og köstuðum í þau hrísgrjónum og gáfum þeim freyðivín. Þvínæst hélt ég með þau í óvissuferð í slaufuskreytta bílnum, keyrði með þau m.a. út á Granda og niður Laugaveginn og þau voru orðin svakalega spennt að vita hvert við værum að fara. Þau giskuðu fyrst á Strýtusel, síðan á Argentínu og voru frekar hissa þegar við enduðum fyrir framan Dómkirkjuna og ég bað þau að stíga út úr bílnum og taka blómin með. Ég stakk uppá að við kíktum aðeins inn á Vínbarinn en þar var grafarþögn og engan að sjá nema þjóninn og lokaðar dyr. Hvað haldiði svo að hafi beðið bakvið dyrnar annað en öll stórfjölskyldan æpandi SURPRISE alveg eins og í bíó. Síðan var boðið uppá snittur og freyðivín og skálað fyrir brúðhjónunum. Um kvöldið pöntuðum við mat frá Austur-Indíafélaginu og hann var skelfilega góður.
Þetta gekk allt eins og í sögu, enda vorum við Jenný búnar að plana hverja mínútu og erum nú að íhuga að stofna surpriseveisluþjónustu.

laugardagur, september 18, 2004

Rosalega getur tölvupóstur einfaldað lífið. Í dag er ég búin að hætta í skólanum og segja upp íbúðinni í Sviss, allt gert í gegnum tölvupóst. Þetta gerði ég sitjandi á rassinum í eldhúsinu með kaffbolla í hönd.
Daníel sonur Örnu Bjarkar er 8 ára í dag, til hamingju snúðurinn minn:)

föstudagur, september 17, 2004

Nú eða bara minnka myndirnar fyrst. Nú eru komnar myndir af mér og Helgu í Köben og það er von á fleirum, frá afmælum okkar Dæju.
Ég er að fara til Köben 12. desember að spila fyrir Jose Ribera sem er spænskur píanóleikari og yfirkennari í konservatoríinu. Ég mannaði mig loksins upp í að hringja í hann og er rosalega spennt að fara, vonandi gengur það vel. Nú þarf ég að fara í vinnuna, sit eins og er hjá aumingjans Helgu sem var í hálskirtlatöku í gær og má ekkert gera í 2 vikur.

mánudagur, september 13, 2004

Setti inn smá sýnishorn frá afmælinu mínu en það komust ekki fleiri myndir, spurning um að splæsa á sig mynsdasvæði þar sem er pláss fyrir allar myndirnar.

miðvikudagur, september 08, 2004

Nýr aldarfjórðungur: nýr lífsstíll.
Síðasta föstudag varð ég 25 ára og nú skal margt breytast. Til dæmis má nefna að nýji uppáhaldsliturinn minn er hvítur, bleikur verður að víkja. Appelsínugulur kemur samt sterkt inn líka. Ég á nýjan síma, hann er hvítur og mjög fallegur og skal duga lengur en sá gamli, og gera færri mistök. (td. detta í gólfið eða hringja í vitlaus númer) Ég geng ekki lengur með staf.

Ég skipti út einum link hér til hægri. Það er hún Inga Hlín skotastelpa sem er nýflutt til Skotlands og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með framgangi sekkjapípunáms síns þarlendis. Hún kemur í stað Ernu sem ég fjarlægði því hún hefur ekki skrifað í bloggið sitt í ár og aldir.

Ef einhver villist hingað inn sem hefur verið eða er í Konservatoríinu í Kaupmannahöfn, vinsamlegast hafðu samband lisath@hotmail.com

This page is powered by Blogger. Isn't yours?