<$BlogRSDURL$>

laugardagur, júlí 28, 2007

Er stödd í London hjá Helgu og Ævari. Þau fóru á veðreiðar og skildu mig eftir eina heima hjá sér, nú er ég náttúrulega búin að róta í öllum skúffum og skápum, prufa tannburstana þeirra, setja salt í sykurkarið og vodka í vatnsflöskurnar, plasta klósettsetuna og fleira sniðugt. Hlakka til að þau komi heim. Ég ætla svo að koma mér í íþróttagallann og fara út að skokka í mini central park hérna fyrir utan. Er búin að vera á leiðinni í allan morgun en er of niðursokkin í Harry Potter, næstsíðustu bókina. (las samt ekki hinar, sá bara myndirnar)
Hér er ég svo ásamt Helgu gestgjafa:
og hér er ég með hinn gestgjafann á herðunum:

Á föstudaginn er ég svo að fara í 1 bóklegt flugpróf í Bournmouth þannig að ég kem ekkert heim fyrr en um eða eftir versló, Kári bróðir ætlar að passa kisu og nýja gæludýrið okkar, hana Rúnu rottu sem býr undir pallinum í garðinum.

Nú er farið að glitta í smá sól, ég er farin út.


mánudagur, júlí 23, 2007

Allir dökkhærðir segja Lííísaaa, allir ljóshærðir kyssa. Stelpurnar komu til mín á laugardaginn og við tókum svona umþaðbil 50 svona myndir. Myndavélin mín er líka að brenna yfir held ég.
Fallegasti kötturinn í bænum að hafa það náðugt, ætla að kalla þessa: Stund milli stríða.
Svo með þetta klukk. Ef það er eitthvað sem fólk veit ekki um mig þá er ástæða fyrir því. Reyni samt kannski að finna eitthvað soon.



þriðjudagur, júlí 17, 2007

Mig langar svo í mína eigin eyju með kastala. Vissuð þið að það er hægt að fá kastala í Frakklandi á svona svipuðu verði og einbýlishús á Íslandi. Verst að þessir ódýrustu eru ekkert rosalega flottir, þessi er td á ca. milljón evrur.


Ég er svoldið skotin í þessum en hann kostar svona 4 sinnum meira. Læt þetta bíða í nokkur ár en þá, börnin góð, þegar allir sem ég þekki verða búnir að fá sér hús í Norðlingaholti eða Grafarholti, verð ég að tjilla í kastalanum mínum í Frakklandi. Það er svona álíka langt í burtu. Allir eru velkomnir í heimsókn alltaf. Tala nú ekki um ef ég hef hann á sér eyju, ohh get ekki beðið, þá geta gestirnir skroppið með á rúntinn á snekkjunni minni og stripplast á ströndinni og svona.

Maja og Birta systir hennar komu og gistu hjá mér um helgina. Við Maja fengum okkur bjór og Maja lenti á spítala daginn eftir, alveg svakalegt hún þurfti að vera þar ALLAN daginn greyið. Það var allt rannsakað, teknar þvagprufur og dna og svona. Svo var hún send heim með nokkra stíla og hún er enn rúmliggjandi.


Svo dró ég Geir bróður upp á Esju í gær, merkilegt hvað maður getur verið mikil hetja við það eitt að hafa einhvern með sér sem er örlítið smeykari (í þessu tilfelli lofthræddari) Ég, sem venjulega renni mér á rassinum í brattasta hlutanum alveg steig línudans í klettunum, stóð á einum fæti og tók heljarstökk og togaði Geir upp. Læt fylgja eina Powerade auglýsingu starring Geir Finnson.


föstudagur, júlí 13, 2007

Mér finnst svo brjálæðislega hallærislegt og yesterday að karlmenn megi ekki gefa blóð ef þeir hafi haft mök við einstakling af sama kyni. Þúveist, ef ég væri hommi myndi ég fara og gefa blóð á fuuullu og bara ljúga að ég væri straight. Svo þegar væri búið að nota blóðið mitt myndi ég senda blóðbankanum mynd af mér í aksjón að hafa mök og hlæja svona geðveikishefndarhlátri.

Talandi um mök, þá var hún Unnur að gifta sig síðustu helgi, til hamingju með það. Hér er mynd af saumaklúbbnum, talið frá vinstri: Ólöf, Hulda, Unnur, Eva, Elísabet, Dæja.

Á myndina vantar Helgu, hún var í brúðkaupi hjá systur sinni fyrir vestan. Hún lítur svona út:


Svo er ég byrjuð að læra að fljúga (aftur) byrjaði árið '97, flaug svo aðeins '98 og '99 og fór í 6. flugtímann í gær '07. Nú klára ég þetta! Sumir safna frímerkjum, sumir safna skeggi, ég er að hugsa um að safna starfstitlum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?