<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júní 28, 2006

Má ég æla? Er að horfa á endursýningu á Opruh "he's not that into you" þættinum. Góð hugmynd sem hjálpar konum að losa sig við aumingja sem nota þær. Hér er það sem böggar mig. Samkvæmt þessu vilja allar konur giftast og allir karlmenn forðast það eins og heitan eldinn. Maður sér þetta sama í næstum öllum amrísku sjónvarpsþáttunum sem eru sýndir þessa dagana. Sæt kona gift ljótum kalli með bumbu. Konan nöldrar allan daginn yfir kallinum sem er á barmi kransæðastíflu og vill bara drekka bjór og horfa á fótbolta með vinum sínum. Kallinn er alltaf að ljúga og lætur eins og hjónabandið sé fangelsi. Dæmi um slíka þætti: King of Queens, Everybody loves Raymond og margir fleiri.

Hvað fær konur til að koma í svona þátt og segja: Uhuuu Greg, sko ég er búin að hitta gaur í ár og hann vill ekki segja neinum að við séum saman og hann gleymir stefnumótum etc. en ég þori ekki að ræða það við hann því ég vil ekki setja sambandið í hættu. Ok klárt mál, hann er ekki nógu hrifinn af þér, þarftu að fara í spjallþátt og láta segja þér það? Svo fer þessi Greg yfir strikið. Dæmi: Greg, ég er búin að vera með kærastanum í x ár og hann vill ekki giftast mér. Só. Þurfa allir að vilja gifta sig segi ég. Nei Greg segir, Sorrý hann er ekki nógu hrifinn af þér!(hverjar ætli séu líkurnar á því að konurnar í Opruh tali íslensku og séu að lesa bloggið mitt?)

Svo kemur Greg líka með lífsreynslsögu til að opna augun á einu konugreyinu sem er í vandræðum með gaurinn sem hún er búin að deita í 2 mánuði en veit ekki hvar hún hefur hann. Hún er samt búin að sofa hjá honum. Greg segir: Sko þegar ég kynntist konunni minni þá beið ég sko með að sofa hjá henni í 2 mánuði og ég er giftur henni í dag svo sko, það virkar. Þar hafið þið það stelpur. Ef þið viljið giftast, ekki sofa hjá. What? Greg semsagt segir að ef þið sofð hjá strax eða innan nokkra vikna þá mun sambandið bara snúast um kynlíf því kallar hugsa bara með tippinu. Hann heldur greinilega að konur sofi bara hjá til að þóknast. Niðurstaða: Ef þú ert að sofa hjá einhverjum sem þú ert bara búin að deita í 2 mánui er hann ekki nógu hrifinn af þér. Gott að fá þetta á hreint. Held ég þurfi að setja á fót minn eigin spjallþátt.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Ég hef stundum velt fyrir mér hvort ég gæti verið með vott af athyglisbrest. Þá á ég við að mér finnst ómögulegt að lesa langa (leiðinlega)texta, hraðles bækur þó þær séu skemmtilegar, man ekki hvað fólk segir við mig og veit þarafleiðandi ekki einusinni við hvað sumar vinkonur mínar vinna nákvæmlega. Ég man sjaldan nöfn og hvað þá í tengslum við andlit. Lenti td. ófáu sinnum í því á Argentínu að vera búin að þjóna einhverjum í hálfa eða heila kvöldstund án þess að fatta að ég þekkti viðkomandi. Svo eru örugglega margir ósammála mér með athyglisbrestinn og vilja skrifa þetta allt á áhugaleysi. Það er eflaust líka rétt. Annar galli er fljótfærni/óþolinmæði. Ég td. þoli ekki eftir að bíða eftir að vatn sjóði eða spagettí sé tilbúið. Enda oft á að drekka bara volgt te og borða hart spagettí.

Maður myndi halda að þetta angraði mig fyrst ég er að birta þetta hér opinberlega en ég er bara að sýna ykkur að það er enginn fullkominn, ekki einusinni ég! Vissulega eru kostirnir fleiri en gallarnir, ætla ekki að telja þá alla upp hér samt því ég vil ekki að neinn fái minnimáttarkennd.

Ég gef skotleyfi á gaurinn sem er úti að vinna með slátturvél eða múrbrjót eða einhvern fjandann. Hann er hér á Bollagötu heyrist mér. Eða einhverstaðar mjög nálægt. Skotmaðurinn fær fallega kisu í laun.

Mig langar aftur til Spánar.


föstudagur, júní 23, 2006

Síðasta færsla var ekki vel liðin svo ég fjarlægði hana. Pirringurinn er líka yfirstaðinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?