<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Kisan mín er mjög spes. Þegar hún var minni stal hún alltaf tyggjópökkum úr veskinu mínu, fór í smá fótbolta með þá, dýfði þeim ofan í vatnsskálina sína og fór svo að lokum og velti þeim upp úr sandkassanum sínum. Núna er hún farin að stela hárteygjum, svömpum og uppþvottahönskum (og öllum hönskum) og finnst best að koma með allt draslið upp í rúm til mín. Hún kemur líka alltaf með sjúskuðu tuskukanínuna sína sem hún er búin að drösla henni með sér útum allt frá því hún var kettlingur. Nú má hún loksins fara út og þar er allskonar dót að finna sem henni finnst hún greinilega þurfa að deila með mér. Í morgun kom hún með blautt strá upp í rúm.(tek það fram að hún sefur ekki uppí lengur, hleypi henni samt stundum inn á morgnana)Ég get verið fegin meðan hún kemur ekki með orma eða fugla þó það hljóti að fara að koma að því.
Ég sem byrjaði bara að hleypa henni út í þeirri von að hún myndi gera þarfir sínar þar svo ég gæti losað mig við kattasandkassann. Það virkaði ekki, hún gerir sér sérstaka ferð inn til að kúka og fer svo aftur út.
Hún er líka rosalega klár, td. kunni hún að skrúfa frá krananum í Strýtuseli, hún vill nefnilega helst bara fá ferskt vatn beint úr krananum. Hana langaði líka svo rosalega mikið að fara út að hún hékk veinandi í hurðarhúninum að reyna að opna. Það hefði líklega tekist hefði verið ólæst. Nú erum við að æfa okkur í að lesa og reikna og stefnum á háskólann næsta haust.


Svo er hún líka ógeðslega góð á píanó!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Nú stendur yfir bílskúrstiltekt í Strýtuseli og ég er að hitta aftur dót sem ég hef ekki séð í a.m.k. 4 ár, ferlega fyndið sumt, myndir,ritgerðir, sögur og ljóð og föt sem ég veit ekki afhverju ég geymdi eins og bolir með áletrunum: "Fuck you I have enough friends" "Be aware of the bitch" og fleira í þeim dúr. Ég var indæll unglingur. Fann ritgerð sem ég gerði um bókina Mávahlátur í fyrsta bekk í MS sem ég var ógeðslega montin með. Var samt búin að steingleyma ummælum kennarans sem voru: "Mjög góð ritgerð. Hins vegar líst mér ekki á það sjónarmið að réttlætanlegt sé að drepa karlmenn ef þeir séu skíthælar. Heimaslátrun á fólki hefur lengi verið bönnuð."

Svo fann ég séðogheyrtstúlku myndina af Dæju frá 1997 og hún er núna límd á vegginn í stofunni. Fyrsta myndin sem prýðir vegg í íbúðinni minni. Átti reyndar bara að vera brandari í parýinu í gær en, Dæja mín, þangað til að ég eignast myndir þá verður þú bara þarna'skan.

Þetta er búin að vera mjög fyndin bílskúrstiltekt. Ég virðist samt þurfa að kaupa stærri íbúð undir allt dótið sem ég tími ekki að henda.

Bootcamp byrjar á morgun og þá verður ekkert meira sukk fram að jólum. Eða svona næstum því. Kannski bara um helgar..og fimmtudögum. Ég ætla að halda áfram að grafa upp gamalt dót, kannski verður framhald af þessari færslu ef ég held áfram að finna fyndna hluti sem almenningur á rétt á að heyra um. Kex.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Bömmer...

Óheppnin hefur elt mig á röndum síðan í gær og ég ætla að deila atburðum síðasta sólarhrings með ykkur. Ég byrjaði á að lenda í árekstri í leiðinni heim í gær við gömul prúðbúin hjón (þeim að kenna auðvitað) og mér fannst hann svo harkalegur að ég var viss um að bílarnir væru báðir í smalli. Samt fann ég bara smá rispu á hjólkoppnum og ekkert á hinum bílnum þannig að ég leyfði þeim að fara og tók bara niður síma og heimilisfang hjá þeim til öryggis.
Seinna um kvöldið ákvað ég eins og svo oft áður að elda fyrir Pabba gamla (taka pizzu úr frysti, setja í ofninn og opna bjórdós) en ég ruglaðist á tökkum og kveikti óvart á hellunni í staðinn fyrir ofninum og kveikti þar með í dagbókinni minni sem lá á ofninum. (minnir óneitanlega á þegar ég eldaði kjúkling fyrir Helgu og Huldu í Eskihlíðinni í vor og hann var eitthvað lengi að eldast...ég er líklega með mjög lága ofnafgreindavísitölu) Komst í leiðinni að því að reykskynjarinn minn virkar ekki og nú á ég bara hálfa sviðna dagbók. Sem betur fer kviknaði bara í janúar til október en ég þarf að ganga með bókina í poka því það er svo vond fýla af henni. Í morgun á leiðinni í vinnuna klukkan SEX æddi ég út með dagbókina í poka, bíllykla en ekkert veski og læsti mig úti. Reddaði því, kom heim og ætlaði að vaska upp en þá fór allt á flot inni í vaskaskápnum, nýji fíni vaskurinn minn lekur og ég er að kafna úr brunafýlu og það á örugglega eftir að springa hjá mér í dag.

Hrefna og Þórdís argentínuskvísur eru komnar með link hér til hægri. Velkomnar elskurnar.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég er flutt!!! Loksins:) Flutti á laugardaginn inn í ókláraða íbúð sem ég á líklega aldrei eftir að klára úr þessu. Sjónvarpsloftnetið er ótengt og internetið bilað, finnst eins og ég hafi misst tvo nána vini :( uhuuuu. Sem betur fer virkar vídjóið og dvdspilarinn.

Ég skrapp til Prag um daginn og það má víst ekki ræða allt sem gerðist þar..........en, í stuttu máli: Fyrsta kvöldið drakk ég absent (það eru bara aumingjar sem smakka ekki absent í prag) annað kvöldið var árshátíð, byrjaði mjög smekklega, 5 rétta máltíð á meiriháttar veitingastað, La Perla og endaði á strippklúbb langt frameftir kvöldi þar sem ýmsir könnuðu áður óþekktar slóðir. Þriðja kvöldið svaf ég meðan hinir fóru aftur á strippklúbbinn, þeir síðustu skriðu heim á hótel hálftíma fyrir brottför daginn eftir. Ég var að sjálfsögðu manna hressust í flugvélinni á leiðinni heim eftir 10 tíma fegurðablund.

Ég var að skrá mig í bootcamp, verð 3svar í viku til jóla og svo verð ég í jazzballett á laugardögum svo ég ætti að vera komin í ágætis form um jólin. Gamangaman. Hrefna ætlar með mér í bootcamp
og við erum nokkrar sem vinnum hjá JSB sem ætlum að láta verða af því að byrja í jazzballett þrátt fyrir aldur og fyrri störf.

Ég nenni ekki að gefa jólagjafir, hverjir fara í fýlu ef ég geri eins og í fyrra? (þessu er bara beint til þeirra sem þekktu mig í fyrra, hinir fá ekki neitt hvorsemer)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?