<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 27, 2006

Þá erum við Kisamín búnar að kjósa. Kisamín eltir mig nefnilega útum allt og hefði komið með mér inn í kjörklefann hefði hún fengið inngöngu á Kjarvalsstaði en þess í stað beið hún vælandi fyrir utan. Eru margir kettir svona? Hún kemur með mér út í búð og hangir mjálmandi á glugganum meðan ég er inni. Hún kemur með mér á elliheimilið að heimsækja ömmu og bíður fyrir utan. Hún kom með mér á tónleika í söngskólanum og beið í einn og hálfan tíma fyrir utan og trítlaði svo samferða mér heim. Spes.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?