<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 23, 2007

ÉG hef tekið eftir að allar færslurnar mínar byrja á ég. Enda er ég mjög sjálfmiðuð. Hafið þið ekki tekið eftir svona skrifkækjum, þegar maður tekur eftir þeim eru þeir það eina sem maður (ég) sér. Annars er ég eiginlega komin í sumarfrí bara, allavega í flestum vinnunum.

Svo langar mig svo í myndavél, ég hef ekki átt þannig síðan bara Finnur gaf mér Olympus svona filmumyndavél í afmælisgjöf fyrir hundrað árum og hún endaði samanplástruð og full af sandi. Þannig að ég á afmæli 3. sept en er að hugsa um að halda uppá það um helgina.

Annars fékk ég brennisteinssýru á puttann áðan, var að losa stíflu í baðinu mínu, með hanska og trekkt og allar græjur. Og brennisteinssýran sem snerti ekki einusinni puttann heldur fór gufan af henni á hanskann sem varð gulur og puttinn undir soðnaði og er núna stærri en hinn og bragðast skringilega. (soldið súr) Hefur einhver lent í því?

Nú er ég farin út að berjast áfram við rauðmaurana. Keypti allt eitrið sem var til í blómaval, ef það virkar ekki þá á ég annann brúsa af brennisteinssýru. Það ætti að drepa þessi ógeð, í alvöru, ég er búin að prufa að maka bensíni í gluggana, spreyja eitri, hella steinolíu og matarsóda meðfram húsinu (held að nágrönnunum hafi ekki orðið um sel) og þessar pöddur bara vilja ekki útrýmast. Ef eitrið virkar ekki þá ætla ég að sjóða þá, setja salt og ef allt bregst, þá er íbúð til sölu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?