<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 28, 2004

Ég elska vel heppnað skokk. Því miður veit ég aldrei fyrirfram hvort það verði vel heppnað eða ekki. Suma daga er eins og það sé blý í skónum mínum, aðra daga fjaðra ég eins og á gormum. Það virðist engin regla vera á þessu, stundum fæ ég hlaupasting áður en ég legg af stað og stundum get ég hlaupið endalaust. Skokkið í dag var svona miðlungs, hvorki vont né frábært.

Ég hef verið að kíkja á blogg hjá bróður mínum og jafnöldrum hans og finnst þau frekar skemmtileg. Ég man ekki eftir að jafnaldrar mínir hafi verið svona sniðugir þegar ég var 17. Kannski kunni ég bara ekki að meta það þá.
Ignoring You

Föstudagskvöldið mun ég tileinka Faustsinfoníu Liszt, er með fyrirlestur um hana á þriðjudaginn. Á mánudaginn meðan aðrir eru í fríi fer ég ég ásamt kvartettinum í kammermúsiktíma hjá tékkneska fiðluleikaranum Igor Karsko, höfum farið einu sinni áður og það var mjög lærdómsríkt. Hann er frekar strangur og hefur það orðspor á sér að græta nemendur sína ef þeir eru ekki nógu vel undirbúnir. Spennandi:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?