<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 24, 2004

Ég er alveg farin að geta vaknað 6 á morgnana, eftir 1 kaffibolla er ég orðin hress og kát. Hinsvegar hefur það í för með sér að í eftirmiðdaginn, svona fjögur-fimmleytið verð ég alveg vonlaus úr þreytu, og ekkert kaffi getur lagað það, bara svefn. Þegar hvorki tími né tækifæri gefst til að sofa á svoleiðis stundum finnst mér ekki gaman. Svoleiðis gerðist í dag á leið á æfingu, hélt ég myndi deyja úr þreytu, sofnaði meira að segja í lestinni. Núna þegar ég get farið að sofa er ég ekkert þreytt lengur. Syfjar reyndar aðeins á að skrifa svona oft orðið þreyta og sofa..zzz

Tónleikar ekki morgun heldur hinn, og ef til vill á fimmtudag líka, því það vantar einhvern til að hlaupa í skarðið á hádegistónleikum, sá sem átti að halda þá veiktist. Kennarinn minn stakk uppá að ég og einn strákur í bekknum tækjum það að okkur fyrst við erum hvort sem er að spila kvöldið áður. Það má bara vera stutt prógramm, svo það passar að við spilum korter á mann. Nó problem. Vona samt kannski pínulítið að það verði búið að finna einhvern annan því mig vantar ekkert fleiri tónleika í augnablikinu, er alveg að drukkna.

Hei vill einhver skrifa í gestabókina mínaPlease

This page is powered by Blogger. Isn't yours?