laugardagur, maí 01, 2004
Hjúkk, ógedslega lodna paddan sem var í glugganum í gaer er fokin út í buskann. Nema hún hafi fundid einhverja leid til thess ad komast inn í íbúdina mína (hrollur). Èg aetla ekki ad hugsa thá hugsun til enda. Umraedd padda leit út eins og risastór lodinn kakkalakki med brodd á rassinum, ojojjj. Èg sá hana fyrst í gaermorgunog hélt hún vaeri daud vegna thess ad hún lá á bakinu en hún hefur augljóslega bara verid adeins ad sóla sig, thví ad í gaerkvöld thegar ég aetladi ad loka hleranum var hún búin ad snúa sér á magann og var ad reyna ad fálma sig áfram med löngu kraeklóttu löppunum sínum. Thá hefdi nú verid gott ad hafa hann Kára bródur minn nálaegan. Skraekirnir í honum hefdu nefnilega ábyggilega dreift athygli minni og látid mér lída eins og hetju.