<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 20, 2004

Hlusta núna alltaf á bylgjuna með morgunkaffinu, næstum eins og að vera komin til Íslands.
Tónleikarnir í gær gengu stóráfallalaust en ég var hrikalega stressuð fyrir hönd Evu-Mariu, næstum eins og ef ég hefði verið sjálf að spila. Skemmtilegast var samt að, þar sem tónleikarnir voru haldnir á bar, gat maður setið og sötrað bjór á meðan:) Mig langar að framvegis að hafa mína tónleika svoleiðis, er viss um að ég fengi þá mun betri gagnrýni en ella.
Endaði eftirá óvart á ýkt skemmtilegum jazztónleikum og rölti svo um bæinn í góða veðrinu og hitti nokkra krakka á útikaffihúsi. Ég vildi að ég kynni að spila jazz! Það er svo svalt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?