laugardagur, maí 29, 2004
Luciano Berio hefði fyllst stolti hefði hann séð mig áðan: í skólanum á laugardagskvöldi að hamast við celestupartinn í sálumessu hans (samin í minningu konu hans). Hljómsveitarstjórinn, sem jafnframt er skólastjóri í skólanum mínum, sagði eftir síðustu æfingu að ég þyrfti meiri nákvæmni í klasterin (margar nótur saman, efsta og neðsta nótan skrifuð, og spila skal alla tóna á milli, hljómar eins og einhver hafi óvart sest á píanóið). Höndin þyrfti að vera mjúk og sveigjanleg eins og kisuloppa:) Þetta æfði ég og æfði áðan þar til ég gat ekki meir, enda ekki seinna vænna, tónleikarnir eru eftir viku. Sjá Prógramm.