miðvikudagur, maí 26, 2004
Stress er skrýtið fyrirbæri og rosaleg tímasóun. Þó tónleikastressið fari sífellt minnkandi hjá mér er það enn til staðar og ef maður bætir við pödduhræðslu minni finnst mér ótrúlegt að ég sé ekki enn búin að fá hjarta- eða taugaáfall. Ég þarf bara að heyra í flugu og ég hrekk við og öskra. Hef þessvegna fengið mörg skrýtin augnarráð og er viss um að mér hefur oftar en einusinni verið ruglað saman við tourette-sjúkling. Ímyndið ykkur þá viðbrögðin þegar ég er ekki bara umkringd öllum tegundum randafugla, heldur líka fljúgandi grænum kakkalakkabjöllum og drekaflugum! Shock treatment á hverjum degi fyrir lísu litlu. Svo er ég ekki vinsælasti gesturinn í útigrillveislum því annað hvort fæ ég hysteríukast og eyðilegg eitthvað, eða sit stjörf með lokuð augun sveitt og skjálfandi.
Tónleikar í kvöld. Spila 3 þætti úr Bach enskri svítu (g-moll) 1 þátt úr Haydn sónötu (es-dúr) og Poulanc toccötu. Í augnablikinu man ég ekki hversvegna ég legg þetta alltaf á mig aftur og aftur, en það mun rifjast upp í kvöld á barnum að tónleikum loknum:)
Tónleikar í kvöld. Spila 3 þætti úr Bach enskri svítu (g-moll) 1 þátt úr Haydn sónötu (es-dúr) og Poulanc toccötu. Í augnablikinu man ég ekki hversvegna ég legg þetta alltaf á mig aftur og aftur, en það mun rifjast upp í kvöld á barnum að tónleikum loknum:)