þriðjudagur, maí 04, 2004
Thessi dagur var hálfgerd tímasóun framan af, fór í tónlistarsögu og svo í tíma hjá thessari. Hún er alveg mögnud. Òskipulagdasti og mest vidutan kennari sem ég hef kynnst, en mjög indael engu ad sídur. Er hjá henni í einkatímum og verkefni thessarar annar er ad "analysera" strengjakvartett eftir Lutoslavski. Thad finnst mér drepleidinlegt en henni finnst thetta svo spennandi svo ég get ekki annad en dádst ad thví hvad hún kennir thetta af mikilli innlifun. Èg er ordin mjög gód í ad segja mhmm, ahaa og ach wirklich, og thykjast hafa áhuga án thess ad skilja ord af thví sem hún er ad babbla. Vona ad ég finni bara einhverja bók á mannamáli um efnid ádur en ég tharf ad skila verkefninu. Ef einhver veit um bók sem fjallar um strengjakvartett Lutoslavskis, vinsamlegast hafid samband... (yeah right) Dagurinn tók svo stakkaskiptum thegar ég villtist inn í uppáhalds skóbúdina mína og keypti mér bleika skó. Nú er ég á leidinni á píanótónleika hjá nokkrum nemendum skólans, í bleiku skónum mínum og lýk hér med thessari faerslu svo eg missi ekki af lestinni.