<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 20, 2004

Túrkmenskt hádegismatarboð:
Var að koma frá Maral sem er túrkmenski fiðluleikarinn í kvartettunum mínum. Við fórum allar fjórar í hádegismat til hennar eftir æfungu klukkan eitt í dag. Nú er klukkan tuttugu og eitt og ég var að koma heim. (Hikkst)

Matseðill:
Rússnesk súpa með káli
Salat
Bleik rússnesk fiskisalatskaka
Túrkmenskar gufusoðnar kjötbollur vafðar í pasta
Svissnesk jarðaberjakaka

Þetta borðuðum við úti á svölum í sólinni. Upphaflega ætluðum við bara að vera til 4 og halda svo áfram að æfa en einhverra hluta vegna þegar komið var vín í glösin langaði engan að fara lengur. Um fimmleytið héldum við Genevieve, ameríski víóluleikarinn, í leiðangur til að sækja meiri bjór því að allir Takeway staðirnir í símaskránni höfðu tilkynnt okkur að þeir sendu ekki bjór heim. Þeim fannst við ekki fyndnar.
Alltíeinu var kominn kvöldmatartími svo við enduðum með að borða bara hádegismatarleifarnar í kvöldmat. Umræðuefni dagsins voru eins og búast má við þegar 4 létthífaðar stelpur koma saman og ég hef ekki hlegið svona mikið í marga mánuði.
Á laugardaginn eftir Guarneri-Trio seminarið erum við búnar að plana pizzupartý í Gersagstrasse. Spurning um að bjóða bara upp á kók ef ég ætla að æfa eitthvað að ráði fyrir tónleikana á miðvikudaginn..Mun æfa mig allan daginn á morgun!! Kveðja Lísa aplapnisressa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?