þriðjudagur, júní 29, 2004
Ó ég er svo mikil hetja! Ég losnaði loksins við vonda skapið í dag, æfði mig helling og kom svo heim full af orku og kæti og byrjaði að vaska upp og lofta út og reyna að láta íbúðina mína líta út eins og íbúð aftur. Hefði samt betur sleppt því að lofta út því inn kom riiisastór geitungur, og ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá er ekkert í heiminum sem hræðir mig meira en geitungar (og allt sem flýgur og stingur) Ég lokaði hann inni í eldhúsi og lokaði þar með líka inni skóladótið mitt. Og pöddueitrið. Fann mér hárspreybrúsa sem vopn og safnaði kjarki til að opna eldhúsdyrnar. Tókst að opna í hálfa gátt, heyrði suð, öskraði og skellti aftur. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum þar til ég endaði með að sækja nágrannann sem hló bara þegar ég rétti honum hárspreybrúsann og spurði, hva ætlaðiru að laga á vespunni hárið? Ég ýtti honum inn í eldhús, lokaði og skömmu seinna var vespan dauð. Hjúkk.
Graaannar, allir þurfa góða graaanna
Graaannar, allir þurfa góða graaanna