<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júní 04, 2004

Ég er svo sorgmædd:( Á leiðinni úr skólanum sá ég pínulítinn fuglsunga sem var aleinn á jörðinni að kalla á mömmu sína. Hann var ennþá með svona ungadún á sér og kunni ekki að fljúga. Mig langaði svo að hjálpa honum en vissi ekki hvernig, hef nokkrum sinnum reynt að skipta mér af fuglum í vandræðum og bara gert illt verra.
Teary
Einu sinni reyndi ég að ná páfagauk sem var upp í tré, en í staðinn hrakti ég hann lengst út í buskann og týndi honum svo. Annað sinn fann ég vængbrotinn máv og ætlaði að hjálpa honum (hugsaði reyndar ekki út í það hvað ég hefði gert næst hefði ég náð honum) en sama sagan, hrakti hann lengst út í móa og týndi honum. Allir hinir mávarnir voru búnir að stríða honum og reyna að gogga í hann, og hann var einmanna og hræddur.
Walking Home Crying
Svo á leiðinni heim í strætó núna sá ég fuglamömmu elta kött með lifandi fuglsunga í munninum (ekki þann sama samt)og varð ennþá sorgmæddari. HVAÐ ER AÐ HEIMINUM!! Ég er samt engin öfga dýraverndunarsinni og uppáhalds kjötið mitt er fuglakjöt, vil bara að slátrun þeirra fari fram bak við lokaðar dyr sláturhúsanna og ekki fyrir framan nefið á mér. Spurning um að toppa daginn með að horfa á My Girl eða Lion King. Muniði þegar mamma hans Simba dó, eða þegar litli gleraugnaglámurinn í My Girl fór að ná í hringinn fyrir stelpuna og var drepinn af býflugum? snöktTears

This page is powered by Blogger. Isn't yours?