<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 06, 2004

Ég fór í klippingu fyrir rúmlega viku og enginn er búinn að taka eftir því! Spurning hvort ég eigi að nota ósýnileika minn til góðs eðs ills.
Fer á eftir að prufa celestuna í kkl fyrir tónleikana í kvöld. Það var semsagt ákveðið að notast við alvöru celestu stað e-píanós og ég hef aldrei spilað á slíka fyrr.
Masterclass í fyrramálið hjá Rudenko, við erum 4 sem taka þátt: ég, ein pólsk, ein rúmensk og einn ungur frá Sviss(úr mínum bekk)Sú rúmenska tók konzertdiplom í fyrra með hæstu einkunn (6), sú pólska og sá svissneski eru fáránlega góð og ég held að þau séu öll yngri en ég.
Góði guð ekki láta mig vera langlélegasta á masterclassinu á morgun
Nei djók, trúi ekkert á Guð! Ætla að spila f-moll ballöðu Chopins, hún er svo falleg:) Veit ekki afhverju, en hún minnir mig svolítið á teiknimyndina Anastasíu. Það er líka eitt variation í Dvorak D-dur kvartettinum sem minnir mig á Anastasiu. Þá sérstaklega á atriðið þar sem hún stendur ein í snjónum á krossgötum og veit ekki hvaða leið hún á að velja. Er ég rugluð?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?