fimmtudagur, júní 03, 2004
Ég held ég verði að taka undir með henni Maju, það verður sífellt leiðinlegra að blogga þegar undirtektirnar eru nánast engar. Ég mun samt halda ótrauð áfram, fínt fyrir svona gleymið fólk eins og mig að halda dagbók.
Það er kominn einhver rígur í kvartettinn minn, aðallega milli víólunnar og fiðlunnar, fiðluleikaranum finnst víóluleikarinn of kærulaus og víóluleikaranum fiðluleikarinn of ströng og smámunasöm og þær byrjuðu að rífast á æfingu áðan. Persónulega kýs ég smámunasemi fram yfir kæruleysi þó svo ég sé frekar þekkt fyrir hitt. Ég skil eiginlega sjónarmið beggja en vil síst af öllu blandast í rifrildið, stelpurifrildi geta orðið mjög ljót! Erum með fyrsta konsertinn eftir rúma viku, og næstu tvo eftir 2 vikur, vonandi geta þær hagað sér þangað til.
Það er kominn einhver rígur í kvartettinn minn, aðallega milli víólunnar og fiðlunnar, fiðluleikaranum finnst víóluleikarinn of kærulaus og víóluleikaranum fiðluleikarinn of ströng og smámunasöm og þær byrjuðu að rífast á æfingu áðan. Persónulega kýs ég smámunasemi fram yfir kæruleysi þó svo ég sé frekar þekkt fyrir hitt. Ég skil eiginlega sjónarmið beggja en vil síst af öllu blandast í rifrildið, stelpurifrildi geta orðið mjög ljót! Erum með fyrsta konsertinn eftir rúma viku, og næstu tvo eftir 2 vikur, vonandi geta þær hagað sér þangað til.