<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 20, 2004

Í gær spilaði ég með kvartettinum í Schloss Buttisholz sem eru í eigu þessara hjóna.
Tilefnið var að þau vildu kynna kastalann sinn(monta sig)og tónleikarnir í gær voru fyrir styrktaraðila, stjórnmálamenn og fólk sem hjálpaði til við að endurnýja kastalann. Í dag verða svo aðrir tónleikar fyrir vini og vandamenn hjónanna og ég býst við því að stemmningin verði aðeins betri þá en í gær, hef aldrei spilað fyrir eins stífan og óþægilegan hóp af fólki eins og í gær. Í fyrsta lagi er salurinn pínulítill og flygillinn hálf á ská fyrir miðju, við máttum sko alls ekki færa hann. Fólkið sat í kringum okkur og alveg ofaní okkur, það var hrikalega heitt og loftlaust og okkur fannst við spila ömurlega. Eftir tónleikana ætluðum við varla að þora niður að hitta gestina, sem reyndust svo bara vera ánægðir með tónleikana. Það kom mér svo rosalega á óvart þegar ég hlustaði á upptökuna að þetta var ekki nærri því ein slæmt og við héldum:)Sumar vitleysurnar heyrðust bara alls ekki, og þetta hljómaði mun betur en það sem ég heyri þegar ég sit við píanóið. Í dag ætlum við að spila ennþá betur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?