sunnudagur, júní 20, 2004
Nú þegar ég er nýbúin að læra að setja myndir á bloggið get ég ekki hætt:) Til vinstri er litli salurinn sem við spiluðm í í gær og í dag og til hægri er höllin sem mér finnst voðalega lítið hallarleg. Eða halló, tíhí föttuðuði þennan?
Tónleikarnir gengu hundraðsinnum betur í dag en í gær, stemmningin var allt önnur og fólk var yfir sig hrifið. Margir nefndu að þeir vildu fá fá okkur til að spila hér og þar, td. var ein moldrík amerísk kona frá budweiser-bjórfyrirtækinu, þori ekki að fara með tengsl hennar við fyrirtækið en held jafnvel að hún heiti budweiser, eða eigi eitthvað í fyrirtækinu. Hún á einhvern veitingastað hér líka og vill endilega fá okkur til að spila þar einhverntíma. Einnig var viðstödd, fyrir algjöra tilviljun, prófdómari úr skólanum sem er mjög ströng, sem betur fer vissum við ekki af henni fyrr en eftirá. Henni líkaði vel, sem beeetur fer, kannski er ég búin að ná mér í vinsældarstig fyrir lokaprófið mitt!! Svo kom líka ljósmyndari frá blaðinu og tók myndir af okkur, frægðin nálgast óðum
Tónleikarnir gengu hundraðsinnum betur í dag en í gær, stemmningin var allt önnur og fólk var yfir sig hrifið. Margir nefndu að þeir vildu fá fá okkur til að spila hér og þar, td. var ein moldrík amerísk kona frá budweiser-bjórfyrirtækinu, þori ekki að fara með tengsl hennar við fyrirtækið en held jafnvel að hún heiti budweiser, eða eigi eitthvað í fyrirtækinu. Hún á einhvern veitingastað hér líka og vill endilega fá okkur til að spila þar einhverntíma. Einnig var viðstödd, fyrir algjöra tilviljun, prófdómari úr skólanum sem er mjög ströng, sem betur fer vissum við ekki af henni fyrr en eftirá. Henni líkaði vel, sem beeetur fer, kannski er ég búin að ná mér í vinsældarstig fyrir lokaprófið mitt!! Svo kom líka ljósmyndari frá blaðinu og tók myndir af okkur, frægðin nálgast óðum