<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 27, 2004

Skrýtin helgi. Í gær kunni ég allt í einu ekki lengur að spila á píanó, sem er ekki góðs viti svona viku fyrir próf. Gerði samt heiðarlega tilraun í gærkvöldi og fór í skólann að æfa. Þar var líka Daniella úr píanóbekknum mínum og hún spilaði sitt prófprógramm fyrir mig.(var í fýlu og neitaði að spila mitt fyrir hana) Ég var í svo vondu skapi að ég gagnrýndi hana kannski svolítið harkalega og hún fór að gráta(hehemm, kannski get ég fengið vinnu í idol dómnefndinni ef þetta gengur ekki upp með píanóleikinn) Við hættum að æfa, báðar hálf leiðar og fórum í bæinn á Altstadtsfest, fullt af fólki og hljómsveitum útum allt, alveg eins og 17.juní. Hresstumst aðeins við, með hjálp frá heineken góðvini okkar.
Í morgun fór ég í brunch til Genevieve, tók með tölvuna því við ætluðum að vera svo duglegar að klára Lutoslawsky verkefnið okkar. Þá var heimska tölvan mín búin að týna alveg heilli blaðsíðu sem ég skrifaði um daginn, ég fór náttúrulega aftur í fýlu og tókst ekki að vinna neitt í verkefninu. Í staðinn ákvað ég að spila smá nútímalega improvisation fyrir Genevieve á víóluna hennar(fyrsta sinn sem ég svo mikið sem held á víólu, getið rétt ímyndað ykkur hve mikið ég gladdi hana..) Verð nú samt að segja það að ég er ansi hæfileikarík, gat meira að segja spilað ABCD. Eftir að hafa truflað hana eins og ég gat, gerði ég aðra tilraun til að æfa mig í skólanum en gafst upp eftir skamma stund. Hitti svo Valerie í strætó sem er líka í píanóbekknum mínum og fór með henni í einn drykk, ég er viss um að mér tókst að gera hana svolítið dapra líka. Ef einhver vill komast í vont skap, hringdu í mig og ég get örugglega komið til hjálpar.
Pulling My Hair Out

This page is powered by Blogger. Isn't yours?