<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Hve ljúft að vera vakin klukkan 7 við dynka og drunur og sérstaklega þegar ég var að læra til klukkan 1:30! Það er verið að gera bílastæði BEINT fyrir utan gluggan hjá mér og þá meina ég að ég get opnað svefnherbergisgluggan og tekið í höndina á vinnumönnunum sem geyma vatsnflöskuna sína í gluggakistunni minni. Geri það samt ekki heldur gef þeim illt augnarráð fyrir að hafa vakið mig. Um hádegisbilið verður hávaðinn samt bærilegri því þá er svo heitt að allir vinnumennirnir fara úr að ofan.
Í gær fór ég í síðasta tónheyrnartíma lífs míns, lokaeinkunn, meðaleinkun síðustu 3 ára: 5.5 (af 6)Á mánudag er píanóprófið og á þriðjudag er síðasti Tonsatztími lífs míns og svo SUMARFRÍ
Way Too Happy


This page is powered by Blogger. Isn't yours?