föstudagur, júlí 02, 2004
Jahá, mamma sendi mér 1 kíló af NÓAkonfekti um daginn, er nefnilega með matarboð í næstu viku og verð að bjóða upp á eitthvað íslenskt. Verst að konfektið hafi komið svona snemma því hef enga stjórn á mér og það minnkar sífellt í kassanum og ég er hrædd um að það verði bara allt búið þegar gestirnir koma. Er samt búin að uppgötva að það er ekkert fitandi að borða eingöngu konfekt, bara ef maður borðar venjulegan mat OG konfekt. Mér finnst koníaksflöskurnar vondar, geymi þær allavega fyrir gestina. Og kannski bananamolana líka.