<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Prófin búin, 10 dagar í Ísland. Píanóprófið gekk ekkert vonum framar, þó ekkert illa heldur og fæ að útskrifast á settum tíma, janúar 2006. Næsta ár verð ég (held ég og vona) bara í píanótímum. Það verður samt örugglega erfiðasta en skemmtilegasta árið. Skólastjórinn sagði við mig eftir prófið í fyrradag að ég ætti að vera búin að læra 5 Chopin etýður 2 Debussy etýður og 2 Liszt etýður fyrir nóvember. Ekki nóg með það heldur er ég búin að lofa að spila með 2 stelpum í kammermusikprófum í janúar, 1 Trio eftir Chausson og svo eitthvað með kvartettinum fyrir próf víóluleikarans. Gaman að sitja ekki aðgerðalaus, kv. Pollýanna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?