miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Sælt kæra blogg, afsakaðu vanræksluna en ég er búin að vera mjög upptekin. Ég er semsagt búin að vera að túristast útum allt á Íslandi með svissneska gestinn í næstum 3 vikur, fara á Gullfoss og Geysi, bláa lónið, perluna og Hallgrímskirkjuturn svo eitthvað sé nefnt. Svo fórum við 1 dag með pabba og Stebbu á Snæfellsnes og í fuglaskoðunarsiglingu í Breiðafirði þar sem ég át lifandi skelfisk og Ígulker. Aldrei hefði mig grunað að ég hefði látið mig hafa slíkt, enda var því spítt út á mettíma. Kom í gær úr 5 daga ferðalagi um Vestfirði ásamt Helgu Rósu og Evu-Maríu. Þar af vorum við 3 daga í bústað á Barðarströnd rétt hjá bóndabæ ömmu og afa Helgu. Þess á milli sem var spilað og sullað létum við rigna á okkur í pottinum, fórum í fjósið og skoðuðum Látrabjarg. Á sunnudeginum keyrðum við svo á Ísafjörð þar sem mamma Helgu býr og skoðuðum bæina í kring. Þess má geta að Helga hetja keyrði alla leiðina og lenti ekki í neinu óhappi. Ég keyrði í 5 mínútur og það sprakk.
Á morgun ætla ég að stinga gestinn af og skella mér í 4 daga til Köben með Helgu sem minnir mig á eitt:
Veit einhver um gistingu fyrir okkur í Köben??? Við erum afar penar og vel lyktandi, höfum ekki hátt og erum aldrei heima.
Á morgun ætla ég að stinga gestinn af og skella mér í 4 daga til Köben með Helgu sem minnir mig á eitt:
Veit einhver um gistingu fyrir okkur í Köben??? Við erum afar penar og vel lyktandi, höfum ekki hátt og erum aldrei heima.