<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að blogga á ný. Ég er búin að vera í Danmörku, meira að segja er komið langt síðan og Köben var æðisleg. Við Helga vorum mjög duglegar að skoða búðir, bari og tívolí.

Nú er ég byrjuð að vinna aftur á Argentínu, og á mánudaginn byrja ég að kenna píanónemendum ömmu minnar sem er lasin. Það merkilegasta í fréttum er samt að bráðum mun ég kannski yfirgefa alpana fyrir fullt og allt og setjast að í kóngsins köbenhavn. Þetta er enn sem komið er bara hugmynd en hún er á góðri leið með að breytast í ákvörðun.

Svissneska gestinum mínum líkaði bara vel við Ísland og Íslendinga, það eina sem hún átti erfitt með að aðlagast voru matarvenjur og sjónvarpsgláp. Semsagt tók hún eftir því að nánast hvert sem við fórum var sjónvarpið í gangi allan tímann jafnvel þótt enginn væri að horfa. Varðandi matarvenjur þótti henni skrýtið að fólk borðaði ekki alltaf við matarborðið og enginn einn skammtaði á disk fyrir alla hina. Henni þótti landið svakalega fallegt að sjálfsögðu og Íslendingar mjög indælir, held samt að hún hafi verið fegin að komast loksins heim.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?