<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 26, 2004

Ég var að taka til í bílskúrnum um daginn og fann ýmislegt sem ég var löngu búin að gleyma að væri til, myndir, skóladót og fleira slíkt. Fann eina af mörgum sögubókum sem ég gerði þegar ég var 6-7 ára og bókstaflega grenjaði úr hlátri, úff hvað ég var sniðug:-) Ég fann líka dagbók sem við Dæja héldum þegar við vorum á Mallorca '95 og við lásum hana í gær. Við vorum kannski með örlítinn vott af unglingaveiki verð ég að viðurkenna...
Hér er smá sýnishorn úr dagbókinni, við hlógum mest að færslunni 30. júní:

Lísa (og Dæja) á Mallorka dagana 12/6 -3/7 1995
Dagbók (verður bráðum gefin út í þúsundatali)

Þriðjudagur 13/6 '95
....svo fórum við Dæja á röltið, fengum fullt af boðsmiðum á fullt af stöðum. Hittum Franco og Dæja frussaði framan í hann og gerði sig að OFUR FÍFLI. Fórum heim, vorum svaka heppnar, fórum svo að sofa...
Laugardagur 17/6 '95
...Átum með Íslendingunum á hótelinu. Skemmtiatriði og svaka fjör, Lísa fær barnapakka. Förum út að djamma og Lísa fær nýtt ör á hnéið og risa blöðru á tánna, frekar óhentugt.
Sunnudagur 25/6 '95
Síðasta kvöld Habbýar, fórum á Dirty Duck...Manuel var tekinn fyrir of hraðan akstur dansidansidans. Simmi í nýjum nærum með stimpil á rassinum. Chiao.
Föstudagur 30/6 '95
...Rooosalega mega dúndurbabe fjör (held ég) NOT eða eitthvað Bless
Laugardagur 1/7 '95
Leigðum vespu og fórum á rúntinn í næstu þorp og um alla Cala d'or með Hemma og Nalla. Um kvöldið duttum við í'ða og Dæja fór....á ströndina og Lísa fór heim í brjáluðu skapi og er ekki enn búin að fyrirgefa Dæju búhú.......
Mánudagur 3/7 '95
Heim til kúka Íslands algjör bömmer böhö, farin heim í fisk, lýsi, rigningu og rok.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?