miðvikudagur, september 22, 2004
Jæja nú hef ég loksins skemmtilega sögu handa ykkur: Mamma mín gifti sig í gær honum Finni eftir 17 ára sambúð og 2 syni. Þau skelltu sér til sýslumanns og létu pússa sig saman og í dag eru þau svo að fara í viku honeymoon til Marbella. Þau voru ákveðin að gera ekki neitt veður út af giftingunni og sögðu bara örfáum frá, mamma ætlaði meira að segja beint að kenna leikfimi eftirá...en lítið vissu þau að við Jenný frænka vorum búnar að plana surprisepartý fyrir þau og redda mömmu fríi. Við létum útbúa brúðarvönd fyrir mömmu og blóm í hnappagatið á Finni, skreyttum bílinn hennar mömmu með slaufum meðan á athöfninni stóð. Svo biðum við ásamt bræðrum mínum fyrir utan og köstuðum í þau hrísgrjónum og gáfum þeim freyðivín. Þvínæst hélt ég með þau í óvissuferð í slaufuskreytta bílnum, keyrði með þau m.a. út á Granda og niður Laugaveginn og þau voru orðin svakalega spennt að vita hvert við værum að fara. Þau giskuðu fyrst á Strýtusel, síðan á Argentínu og voru frekar hissa þegar við enduðum fyrir framan Dómkirkjuna og ég bað þau að stíga út úr bílnum og taka blómin með. Ég stakk uppá að við kíktum aðeins inn á Vínbarinn en þar var grafarþögn og engan að sjá nema þjóninn og lokaðar dyr. Hvað haldiði svo að hafi beðið bakvið dyrnar annað en öll stórfjölskyldan æpandi SURPRISE alveg eins og í bíó. Síðan var boðið uppá snittur og freyðivín og skálað fyrir brúðhjónunum. Um kvöldið pöntuðum við mat frá Austur-Indíafélaginu og hann var skelfilega góður.
Þetta gekk allt eins og í sögu, enda vorum við Jenný búnar að plana hverja mínútu og erum nú að íhuga að stofna surpriseveisluþjónustu.
Þetta gekk allt eins og í sögu, enda vorum við Jenný búnar að plana hverja mínútu og erum nú að íhuga að stofna surpriseveisluþjónustu.