<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, september 08, 2004

Nýr aldarfjórðungur: nýr lífsstíll.
Síðasta föstudag varð ég 25 ára og nú skal margt breytast. Til dæmis má nefna að nýji uppáhaldsliturinn minn er hvítur, bleikur verður að víkja. Appelsínugulur kemur samt sterkt inn líka. Ég á nýjan síma, hann er hvítur og mjög fallegur og skal duga lengur en sá gamli, og gera færri mistök. (td. detta í gólfið eða hringja í vitlaus númer) Ég geng ekki lengur með staf.

Ég skipti út einum link hér til hægri. Það er hún Inga Hlín skotastelpa sem er nýflutt til Skotlands og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með framgangi sekkjapípunáms síns þarlendis. Hún kemur í stað Ernu sem ég fjarlægði því hún hefur ekki skrifað í bloggið sitt í ár og aldir.

Ef einhver villist hingað inn sem hefur verið eða er í Konservatoríinu í Kaupmannahöfn, vinsamlegast hafðu samband lisath@hotmail.com

This page is powered by Blogger. Isn't yours?