<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, október 20, 2004

Í dag...
...vann ég 4000 í happdrætti háskólans.
...fór ég til tannlæknis og borgaði honum 10000 krónur fyrir að bora í eina tönn
...fór ég og gaf blóð. Ég er ein af 11 % landsmanna sem eru í B+. Blóðþrýstingurinn minn klukkan 11 í morgun var 119/68 og púlsinn 67. Það skemmtilegasta við að gefa blóð er fína kaffihlaðborðið, það er alveg eins og í sveitinni. Kökur, brauð, kæfa, kaffi og allskyns meira fínerí. Mæli með að allir gefi blóð. Finnst samt mjög skrýtið og asnalegt að hommar megi ekki gefa blóð.
Jæja dagurinn er nú ekki búinn enn, ætla að fara og spila smá á píanó áður en ég fer í vinnuna.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?