<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 21, 2004

Eva-María Íslenskusnillingur skrifaði í gestabókina frekar fyndið sko. Svo eru myndir af okkur Helgu á vegamot.is frá því á Laugardaginn, frekar misheppnaðar. Ætli þessi sé ekki skást, þetta er samt ekkert líkt mér.
Ég er með innbyggða vekjaraklukku, sem ég reyndar truflaði í dag með að stilla vekjaraklukkuna á 8, en annars vakna ég yfirleitt sjálfkrafa klukkan tíu mínútur í níu. Glæstar vonir byrja klukkan níu og ég er að vona að þetta tengist ekki bara því, hef þó grun um að það geri það *roðn* Neyðist alltaf til að horfa með öðru auganu og fussa og sveia yfir fávitagangnum. En vitiði hvað, ég sá þessa þætti í Sviss og hér er smá preview: Macy deyr og lifnar aftur við, Sheila snýr aftur og skýtur Taylor sem deyr, Brooke eignast barn með eiginmanni Bridgetar dóttur sinnar sem er jafnframt líffræðilegi faðir Eric litla og trúlofast síðan Ridge og því næst giftist hún long lost bróður Ridge sem uppgötvaðist þegar í ljós kom að Eric Forrester er ekki alvöru pabbi hans heldur einhver Ítalskur olíubarón. Hver vill ekki fylgjast með svona, manns eigið líf virkar í ofur góðu jafnvægi eftir að hafa horft á einn þátt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?