<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 02, 2004

Ég fór heldur betur öfugu megin framúr í morgun! Ég svaf yfir mig og missti af tíma í klippingu. Greeeeenj:( ég sem er að fara á Van Morrison í kvöld og síðan eitthvað út á lífið. Sem betur fer á ég rosagóða klippifrænku sem ætlar að redda mér þannig að ég þurfi ekki að fara með höfuðfat út í kvöld.
Jón Eggert þjónn á Argentínu fær link því hann er svo sniðugur og því að hann gaf mér link. Ég mæli með að þið kíkið á bloggið hans sem fyrst, eða áður en hann vaknar og eyðir síðustu færslu sem er hrikalega fyndin:)
Er að fara að horfa á endursýnt Idol núna sem ég missti af í gær, vei mér finnst skemmtilegastir fyrstu þættirnir þegar allir lélegu eru með híhí.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?