<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, október 03, 2004

Van Morrison var góður. Við fórum að borða á Aski fyrir tónleikana og mamma og Finnur reyndu að panta borð fyrr um daginn fyrir fimm. Það gekk samt ekki nógu vel því þjónustustúlkan sagði alltaf:
-nei því miiiður þa er bara hægt að panta borð fyrir sex
-En við erum fimm getum við ekki gengið að borði vísu?
-nei því miður það er bara hægt að panta borð fyrir sex.
Svona gekk þetta þar til þau pöntuðu bara sex manna borð fyrir okkur fimm, hún gat nú lítið sagt við því daman en var samt ekki mjög kát. Henni var nú bara nær að vera að mismuna okkur fyrir að vera oddatala!
Eftir tónleikana fór ég til Evu, hún og Mikki voru með ísraelskt matarboð sem ég því miður missti af en var mætt rúmlega 10. Þar var boðið upp á Falafel, en ég hef lengi velt fyrir mér hvað það er síðan ég sá friendsþáttinn þegar systir Rachel hélt að Ross ynni á falafel-bás:) Mér skilst að þetta séu einskonar austurlenskar pítur, leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
Í boðinu voru Eva og Mikki, Dæja og Oscar, Helga og Árni og Unnur og Sigurþór. Og ég. Var semsagt "the odd one out" þar líka. Það var samt alveg ágætt, fórum í bæinn og ég fann Huldu og fór með henni á Hverfisbarinn.
Það er píanódagur í dag og ég er að fara í Gerðuberg að hlusta á 20 píanóleikara. Vildi bara að ég væri ekki svona ryðguð vegna gærdagsins. Mér var nær að vera svona lengi í bænum!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?