<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Einu sinni þarsíðasta sumar var ég á leið heim frá miðbæ Luzern til Emmenbrucke þar sem ég bý. Vegalengdin er svona svipuð og miðbær-breiðholt en tekur bara ca. 7 mínútur með lest. Kannski ég nefni líka að Emmenbrucke er ekki mjög vinsælt hverfi og er gjarnan kallað litla-bosnia. Allavegana, umrætt kvöld var ég búin að vera á pöbbnum með nokkrum skólafélögum og tók síðustu lestina heim. Mig minnir að þetta hafi verið virkur dagur og lestin var nánast tóm fyrir utan mig og svo einn svertingja sem hlammaði sér í sætið á móti mér (án þess að spyrja um leyfi) af öllum tómu sætunum í lestinni. Þetta eru svona 4 sæti saman, 2 snúa fram og 2 aftur. Hann semsagt settist þannig að hann færi afturábak, og þá strax ákvað ég að þetta hlyti að vera perri og fór að spila tölvuleik í símanum til að þurfa ekki að tala við hann. Ég fann allan tímann að hann var að horfa á mig en leit ekki upp fyrr en á stoppustöðinni á undan minni, þar sem ég sá að annar strákur kom inn og horfði svakalega skringilega á mig, ég skildi ekkert í þessu og stóð upp til að fara út. Þá tók ég eftir að gaurinn á móti var barasta með tippið úti, risastórt ljótt tippi beint uppí loftið. Það eina sem mér datt í hug að segja var OJJJ og ég flýtti mér út í þvílíku sjokki, beint heim og hringdi útumallt að segja þessa rosalegu sögu. Viðbrögðin hjá flestum voru: ooo greyið þetta hlýtur að hafa verið hrikalegt, nú nema mamma fór bara að hlægja. Sem betur fer því annars hefði ég kannski tekið þetta of alverlega. En ég skal segja ykkur að það er ekki gaman að sjá perratippi óviðbúinn. Og hann var örugglega búinn að vera að fitla við sig allan tíman *hrollur* og ég tók ekkert eftir því vegna þess að ég var svo upptekin í símanum, ekki nema von að strákurinn sem kom inn horfði skringilega á mig, ein voða róleg yfir að sitja beint á móti risa tippi.
Þessa sögu er ég búin að segja öllum, en hún er svo skemmtileg að þar sem ég var uppiskroppa með fólk til að segja hana ákvað ég að birta hana bara hér. Næst segji ég svo frá þegar ég fékk morðhótun inn um gluggann...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?