<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 01, 2004

Þá er ég að fara að yfirgefa Ísland eftir 13 klukkutíma. Í dag er ég samt ekki búin að vera dugleg að pakka heldur fannst mér sniðugra að setja inn myndir sem ég var að finna frá því í sumar. Þær er hægt að nálgast hér. Ég kvíði því svolítið að fara, ég er viss um að íbúðin er ónýt og skítug.
Ég vann síðustu vaktina á argentínu í gær og eftir vaktina fór allt starfsfólkið í bíó. Við fengum sal í Regnboganum bara fyrir okkur og sáum frumsýningu á Bad santa. Þó nafnið lofi ekki góðu er þetta ferlega fyndin mynd þar sem Billy Bob Thornton leikur drykkfeldan og slísí jólasvein. Gamla konan Lísa treysti sér samt ekki í staffapartýið eftirá með unglingunum, enda var ég mjöög lengi frameftir að skemmta mér á stuðmannaballi nóttina á undan.
Eva, til hamingju með að hafa fundið gestabókina mína! Það tók bara 7 mánuði;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?