laugardagur, nóvember 20, 2004
Það er orðið jólalegt í Luzern, snjór yfir öllu. Er ekki frá því að ég eigi eftir að sakna Sviss pínulítið.
Mig dreymdi 3 tölur í fyrri nótt, ég er viss um að það voru lottótölur en eg vaknaði áður en hinar 2 komu. Ég ætla allavegana að láta kaupa fyrir mig lottómiða og verð örugglega með a.m.k. 3 rétta.
Ég var rétt í þessu að klára bókina High Fidelity eftir Nick Hornby, þann sama og skrifaði About a Boy. Mjög góð bók og núna er ég að fara að byrja á "R" is for Ricochet eftir Sue Grafton. Ég er búin að vera að spara hana og tími varla að byrja því ég veit að næsta bók kemur ekki fyrr en á næsta ári. Ef einhvern vantar skemmtilegar "feelgood" bækur til að lesa t.d. með morgunkaffinu mæli ég með stafrófs-einkaspæjarabókum Sue Grafton. Forvitnir klikka hér.
Mig dreymdi 3 tölur í fyrri nótt, ég er viss um að það voru lottótölur en eg vaknaði áður en hinar 2 komu. Ég ætla allavegana að láta kaupa fyrir mig lottómiða og verð örugglega með a.m.k. 3 rétta.
Ég var rétt í þessu að klára bókina High Fidelity eftir Nick Hornby, þann sama og skrifaði About a Boy. Mjög góð bók og núna er ég að fara að byrja á "R" is for Ricochet eftir Sue Grafton. Ég er búin að vera að spara hana og tími varla að byrja því ég veit að næsta bók kemur ekki fyrr en á næsta ári. Ef einhvern vantar skemmtilegar "feelgood" bækur til að lesa t.d. með morgunkaffinu mæli ég með stafrófs-einkaspæjarabókum Sue Grafton. Forvitnir klikka hér.