fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Ég er búin að vera með þær verstu harðsperrur sem sögur fara af held ég. Í fyrradag fór ég í body-pump í fyrsta sinn í nokkra mánuði og hélt að ég hlyti enn að geta lyft jafn þungu og síðast. Ég gat það alveg...but it came with a price. Það er ekki blettur á mér sem er ekki aumur og það tekur mig óratíma bara að standa upp og setjast. Sem betur fer er ég með þráðlaust internet. Ég labba eins og spítukall og þarf að taka verkjalyf. Ó mig auma...
Í gær var þetta ekki alveg eins slæmt og ég gat farið í bæinn að hitta Evu-Maríu í kaffi. Við vorum að rölta um bæinn og gengum framhjá byssubúð. Í glugganum sá ég að það var verið að auglýsa piparsprey og mundi að ég er búin að vera á leiðinni að kaupa svoleiðis alveg síðan ég hitti tippaperrann í lestinni svo ég fór inn og keypti. Fékk voða lítinn og sætan brúsa sem smellpassar í veskið mitt, annað en þessi huge stun-gun sem ég er skíthrædd við. Nú er ég sko tilbúin í hvað sem er, á stun-gun, piparspray og mæti reglulega í body-combat. Svo eykur líka öryggistilfinninguna að hann Daniel á efri hæðinni á byssu sem hann hikar ekki við að taka upp þegar einhver abbast uppá mig, samanber þegar rúðan hjá mér var brotin í fyrra og hann hljóp út á götu með byssuna.
Ég er búin að bóka flug heim 2. desember, hef semsagt 3 vikur til að ákveða hvað ég geri við allt dótið mitt þá sérstaklega flygilinn. Held það komi lítið annað til greina en að setja hann í kassa og geyma hjá Hilmari frænda, ohh afhverju geta svona hlutir ekki bara gerst að sjálfu sér!
Annars er lítið annað nýtt. Ég mun væntanlega koma til með að sofna hér í sófanum með óburstaðar tennur og kveikt ljós og vona að ég þurfi ekki á klósettið. Svo á morgun ætla ég að vakna harðsperrulaus og fara aftur í body-pump. Góða nótt.
Í gær var þetta ekki alveg eins slæmt og ég gat farið í bæinn að hitta Evu-Maríu í kaffi. Við vorum að rölta um bæinn og gengum framhjá byssubúð. Í glugganum sá ég að það var verið að auglýsa piparsprey og mundi að ég er búin að vera á leiðinni að kaupa svoleiðis alveg síðan ég hitti tippaperrann í lestinni svo ég fór inn og keypti. Fékk voða lítinn og sætan brúsa sem smellpassar í veskið mitt, annað en þessi huge stun-gun sem ég er skíthrædd við. Nú er ég sko tilbúin í hvað sem er, á stun-gun, piparspray og mæti reglulega í body-combat. Svo eykur líka öryggistilfinninguna að hann Daniel á efri hæðinni á byssu sem hann hikar ekki við að taka upp þegar einhver abbast uppá mig, samanber þegar rúðan hjá mér var brotin í fyrra og hann hljóp út á götu með byssuna.
Ég er búin að bóka flug heim 2. desember, hef semsagt 3 vikur til að ákveða hvað ég geri við allt dótið mitt þá sérstaklega flygilinn. Held það komi lítið annað til greina en að setja hann í kassa og geyma hjá Hilmari frænda, ohh afhverju geta svona hlutir ekki bara gerst að sjálfu sér!
Annars er lítið annað nýtt. Ég mun væntanlega koma til með að sofna hér í sófanum með óburstaðar tennur og kveikt ljós og vona að ég þurfi ekki á klósettið. Svo á morgun ætla ég að vakna harðsperrulaus og fara aftur í body-pump. Góða nótt.