<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Ég fór út að borða með Evu-Mariu á la cucina í gær, í síðasta sinn:( Ég er að gera allt of mikið í síðasta sinn þessa dagana. En svo ég sleppi öllu drama, við höfðum það auðvitað rosagott og ég var svona að spá hvort ég ætti að kíkja eitthvað út eftirá. Hún náttúrulega byrjaði að geyspa fyrir miðnætti að venju svo ég hefði annað hvort þurft að bíða eftir að Roberto væri búinn að vinna eða fara og leita uppi Gulla sem er víst í Luzern um helgina. Þar sem ég var hvorki í stuði til að bíða ein á barnum né að fara ein í skrýtið hommapartý þá fór ég bara ein heim. Sem betur fer!!! Því aðkoman var frekar skrýtin, kveikt ljós í stofunni sem ég mundi ekki eftir að hafa skilið eftir en gerði samt, og svo var ískalt í íbúðinni. Ástæðan var bara sú að ég hafði farið út í gærkvöld og skilið eftir galopnar svaladyr án þess að muna eftir því og hver sem er hefði getað valsað inn og tekið það sem hann lysti. Sem betur fer var allt á sínum stað. Ég kíkti samt til öryggis í öll herbergin til að athuga hvort einhverstaðar leyndist óboðinn gestur, sá hefði sko fengið fyrir ferðina! Ég er nefnilega ekki búin að pakka niður rafmagnsbyssuni og piparspreyinu. Talandi um... ætli ég megi taka það með til Íslands???
Ég held að ég þurfi að láta athuga á mér hausinn, ég er óendanlega gleymin þessa dagana. Og hina líka.

Foreldrar Evu-Mariu eru búin að bjóða mér í sushi í kvöld:) hef aldrei prufað heimagert sushi. Annars er ég bara búin að vera á fullu að pakka, er nú þegar búin að pakka niður í 19 kassa (sumir eru mjög litlir sko) Verð örugglega búin í tæka tíð með þessu áframhaldi. Er kannski svolítið móðguð samt yfir að enginn sé búinn að bjóðast til að hjálpa mér. Hnuss, ég þarf enga hjálp ég get allt...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?