<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 26, 2004

Loksins er ég búin að finna fólk sem treystir sér til að pakka inn flyglinum mínum. Fyrir þá sem ekki vissu þá kemur hann með mér til Íslands. Við erum óaðskiljanleg ég og gamli young-changinn minn þó við séum búin að rífast mikið gegnum tíðina. Fæ að vita á mánudag hvort allt gengur upp þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Eina púsluspilið er að fá píanópakkarana til að koma sama dag og flutningamennina, vonandi gengur það upp. En það reddast alltaf allt einhvernveginn á endanum, er þó búin að læra það ef ekkert annað hérna í útlöndum.

Húsið mitt hefur aldrei verið flottara, búið að mála það gult, gera garðinn fínan, þrífa alla glugga og ég er komin með nýjar svalir. Flest tréin eru farin og það er komin gangstétt í staðin fyrir öll blómin sem gerðu ekkert annað en að draga að sér pöddukvikindi og annan ólifnað. Þetta þurfti endilega að klárast núna rétt áður en ég flyt burtu AÐ EILÍFU...langar ekki að fara núna. Ég held að leigusalanum finnist þetta gott á mig, hann reyndi svo mikið að sannfæra mig um að fara ekki. Núna glottir hann bara og segir, jaaaá hva ertu viss um að þú viljir fara?

Ég er kannski komin með nýtt skammtímaheimili þar sem ekki verður pláss fyrir mig í Strýtuseli eftir áramót sökum framkvæmda. Heimilisfólkið bjóst ekki við að fá 1 stykki Lísu og flygil inná sig, bara aldrei aftur held ég. Segi betur frá því þegar það kemst á hreint.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?