<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 12, 2004

Vá, ég er óstöðvandi, blogga bara á hverjum degi!! Ég var meira og minna heima í dag þó harðsperrurnar séu nánast farnar, er eitthvað slöpp og asnaleg. Skrapp samt í apotek og það vildi svo skringilega til að HM þurfti er beint á móti apotekinu. Eiginlega fór ég viljandi alla leið í apotekið í verslunarmiðstöðinni (15 mínútna labb) í staðinn fyrir apotekið sem er hér rétt hjá. Ég þurfti auðvitað bara aaaðeins að kíkja inn í HM og gekk út með bol jakka og sokka. Svo er Karl Lagerfeld farinn að hanna ódýr föt fyrir HM, kíkti aðeins á þau en fannst þau frekar skrýtin. Á leiðinni heim kom ég við hjá skósmiðnum á horninu, hann gerði við bæði stígvélin mín fyrir 1000kall og nú eru þau eins og ný. Skósmiðurinn er skondinn kall, gamall lítill Ítali sem talar enga þýsku og bara nokkur orð í svissþýsku. Þegar ég spurði hvað þetta kostaði sagði hann grafalvarlegur: hálfa milljón franka. Mér fannst það rosalega fyndið en þetta var kannski svona "þið hefðuð þurft að vera þarna" moment.

Ykkur sem ekki kíktuð á komment síðustu færslu verð ég eiginlega að sýna hvað mamma og Kári eru búin að finna sniðugar leiðir til að segja fólki að það sé feitt án þess að móðga það:

1. Mikið fyllirðu vel út í fötin þín.
2. Þú flæðir afar vel út í rýmið.
3. Þú býrð við lárétta ógn í uppréttri stöðu.
4. Ég verð óttalega rindilsleg(ur) nálægt þér.

Endilega komið með fleiri hugmyndir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?