<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, desember 01, 2004

Síðasti dagurinn!

Næstsíðasti ef ég tel morgundaginn með, en fer um hádegið á morgun.

Ég var að senda píanópakkaranum tölvupóst því ég gleymdi að segja honum frá kössum sem þyrftu líka að vera sóttir og skrifaði í leiðinni að ef þetta yrði enn dýrara þá félli ég í yfirlið. Spurning hvort honum fannst ég fyndin (mér fannst það) eða geðveik. Ég sé eftir að hafa ekki farið þangað í eigin persónu, það hefur oft komið sér vel í viðskiptum að mæta á staðinn og brosa sínu blíðasta. Í símann hljóma ég miiiklu yngri en ég er og þá væntanlega miklu vitlausari líka.
Einusinni (fyrir mörgum árum) var ég að verða of sein í vinnuna og pantaði leigubíl. Svo leið og beið og aldrei kom leigubíll. Á endanum kom í ljós að bölvuð konan í símanum hafði haldið að ég væri krakki að gera símaat og ákveðið að senda engan leigubíl, með þeim afleiðingum að ég varð alltof sein í vinnuna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?