<$BlogRSDURL$>

laugardagur, febrúar 12, 2005

Gleðilegt ár!!

Ég dó ekki 1. desember, er enn sprelllifandi. Hef fengið skammir fyrir að vera löt að skrifa, eiginlega var ég hætt en...

Ég var rétt í þessu að koma af skyndihjálparnámskeiði á vegum einkaþjálfaranámskeiðs sem ég er búin að vera á allar helgar síðasta mánuð. Jamm, alveg satt. Lísa ætlar að verða einkaþjálfari og hjálpa fólki að komast í form.

Að öðru. Hvað mynduð þið gera ef þið væruð í rólegheitum að borða morgunmatinn ykkar, og þegar þið væruð hálfnuð tækjuð þig eftir huge dauðum geitung sem flyti um í skálinni?? Örugglega það sama og ég, þ.e. æpa, skyrpa, kúgast og fá hroll og hringja síðan í umboðið og kvarta. Morgunmaturinn sem ég var að borða var súkkulaðiweetabix og fyrirtækið sem flytur það inn heitir Danól. Til að gera langa sögu stutta, þá fékk ég, 2 vikum, nokkrum símtölum og einum tölvupósti síðar, skaðabætur. Í skaðabætur fékk ég 3 kexpakka(homblest, fíkjurúllur og hafrakex) og 2 morgunkornspakka, þar af 1 súkkulaðiweetabix, sem ég á aldrei eftir að borða. Mér finnast þetta skelfilega púkalegar skaðabætur. Danól flytur t.d. líka inn machintosh, hefði verið nokkuð kát með svoleiðis en kommon, ekki kex og morgunkorn að verðmæti ca. 1000-1500 krónur. Eða hvað? Þeir hjá fyrirtækinu eru bara heppnir að ég hafi ekki farið með þetta beinustu leið í D.V. Það er til nóg af rugludöllum sem hefðu gert það. Reyndar er ég núna að gera mjög sambærilegan hlut, það er að birta þetta á einni mest lesnu síðu landsins;) (Ég til dæmis væri með teljara á síðunni en þá yrðu bara allir hinir bloggararnir svo ofboðslega afbrýðisamir)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?