þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Hvað haldiði að við Helga höfum gert núna rétt áðan. Við erum náttúrulega snillingar í að mana hvor aðra upp í allskonar vitleysu og við erum líka hálf lasnar í dag og vantaði eitthvað til að hlakka til. Allavegana, þá erum við að fara að horfa á Stuðmenn spila í Royal Albert Hall á skírdag. Bilaðar? Kannski, en vitur kona minnti mig á í dag að maður er bara ungur einusinni. Ég man líka eftir brilliant setningu sem ég heyrði einusinni í annars ömurlegri kvikmynd með Susan Sarandon. Ég tók hana að sjálfsögðu til mín og hún íslenskast einhvernvegin svona: "Ef þú átt aðeins einn aur þá skaltu nota hann til að láta pússa skóna þína." Þessa setningu tekst mér alltaf að uppfæra á allt. London beibí!!!;)