<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 18, 2005

Undarlegir hlutir að gerast! Held það sé sólskinið, er ekki viss. Nú eða það að síðustu 3 ár hef ég verið á þessum árstíma í Sviss, (hah rímar) og ég sakna alltíeinu Sviss alveg svakalega. Sakna gömlu risastóru íbúðarinnar minnar, meira að segja lyktarinnar í henni, svona lykt af rökum við, svolítið eins og í sumarbústað. Sakna þess að sitja á svölunum í sólbaði með bók og kaffibolla, held kannski ég sé að fegra þetta aðeins í minningunni því svalirnar voru nánast ofan á lestarteinum og það er allt morandi í geitungum þarna. Sakna þess að búa í sólarlandi og getað labbað í sund á stuttum kjól og sandölum, heilsað upp á geiturnar og hin dýrin á leiðinni. Sakna skólans pínu líka, sérstaklega píanóhóptímanna og kammermúsikæfinganna. Sakna örfárra manneskja, líkamsræktarstöðarinnar sem það tók mig bara 2 mínútur að labba í, súpermarkaðsins míns... jesús Lísa, get a grip. Ok, sakna ekki: mauranna, ritgerðanna, bófanna í hverfinu, geitunganna, leiðinlega fólksins og vesensins sem öllu fylgir. Ætla samt að fara þangað bráðlega í heimsókn. Svo stendur til að finna eitthvað sniðugt masterklass úti í heimi á næstunni og hitta Evu-Mariu þar, líst ljómandi vel á það plan.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?