<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Í nýju vinnunni minni þarf ég stundum að mæta klukkan 6 á morgnana sem þýðir að ég þarf að vakna klukkan 5! Það er samt ekki eins erfitt og ég hélt, og eiginlega bara ljómandi að 8 tíma vinnudagur sé búinn klukkan 13.00 og allur dagurinn eftir.

Á morgun ætlum við föðurfjölskyldan að halda tónleika til heiðurs ömmu á elliheimilinu þar sem hún dvelur. Þar verða teknir smellirnir "when I'm sixty four"(breytum í 94 því við erum svo fyndin), "margar góðar sögur amma sagði" og fleira viðeigandi í þeim dúr.

Jenný frænka er byrjuð að blogga, endilega skoðið hjá henni, þar er sko gott að vera.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?