þriðjudagur, júlí 26, 2005
uhuuu ég er á biluðum bíl og læst úti og með hálsbólgu og ég kann ekki að spila á píanó...
neeei, vond byrjun eftir svona langa bloggpásu. Hmm, hvar er best að byrja?
Ok, síðasta færsla var í apríl. Síðan þá er ég búin að kaupa mér íbúð og byrjuð að vinna sem einkaþjálfari hjá Dansrækt JSB(jazzballettskóla Báru) Íbúðina fékk ég afhenta 1. júlí en ég hef lítið getað búið þar því það er ALLT Í DRASLI. Aldrei hefði mig grunað að ég gæti orðið svona mikill sóði. Ég byrjaði ágætlega, málaði 2 herbergi, lagði parket á svefnherbergið og tók uppúr eins og 2 kössum eða svo. Síðan fannst mér eldhúsinnréttingin svo ljót að ég henti henni á haugana án þess að vera búin að velja mér nýja. Við það kom smá gat á vegginn milli stofunnar og eldhússins og í ljós kom óvænt rör meðfram veggnum sem ég vissi ekki af. Vegginn ætlaði ég hvortsemer alltaf að brjóta en hef bara ekki komið mér í það, byrjaði að mála annað herbergi en kláraði ekki alveg, og svo er líka kattasandur útum allt því kisa er svo ógeðslega mikill sóði. Það vantar enn parket á afganginn á íbúðina, það eru málingaklessur útum allt (partly kisu að kenna) Ég er flutt með kisu heim til Helgu þar til ástandið batnar. Og öll hjálp er vel þegin, td. ef einhver á demantasög og langar að koma að brjóta vegg þá er hinn sami hjartanlega velkominn. Get samt því miður ekki boðið upp á kaffi því ég er ekki með eldhús.
Ég skrapp til Florida í júní og ég eeeelska bandaríkin. Allavega Florida, hef ekki farið neitt annað, en þar er allt til og allt svo ódýrt. Ég ætla að flytja til Florida þegar ég verð gömul. Það verður líka ekkert mál því ég verð svo ógeðslega rík því ég er búin að fá mér viðbótalífeyrissparnað (eða lífeyrisviðbótasparnað eins og ég mismælti mig í gær) Lét sannfærast af mjög uppáþrengjandi manni sem var að kynna svoleiðis fyrir utan Bónus um daginn.
Hvað á ég að gera um verslunamannahelgina? Á ég að fara á Akureyri eða á ég að vera heima og taka til?
neeei, vond byrjun eftir svona langa bloggpásu. Hmm, hvar er best að byrja?
Ok, síðasta færsla var í apríl. Síðan þá er ég búin að kaupa mér íbúð og byrjuð að vinna sem einkaþjálfari hjá Dansrækt JSB(jazzballettskóla Báru) Íbúðina fékk ég afhenta 1. júlí en ég hef lítið getað búið þar því það er ALLT Í DRASLI. Aldrei hefði mig grunað að ég gæti orðið svona mikill sóði. Ég byrjaði ágætlega, málaði 2 herbergi, lagði parket á svefnherbergið og tók uppúr eins og 2 kössum eða svo. Síðan fannst mér eldhúsinnréttingin svo ljót að ég henti henni á haugana án þess að vera búin að velja mér nýja. Við það kom smá gat á vegginn milli stofunnar og eldhússins og í ljós kom óvænt rör meðfram veggnum sem ég vissi ekki af. Vegginn ætlaði ég hvortsemer alltaf að brjóta en hef bara ekki komið mér í það, byrjaði að mála annað herbergi en kláraði ekki alveg, og svo er líka kattasandur útum allt því kisa er svo ógeðslega mikill sóði. Það vantar enn parket á afganginn á íbúðina, það eru málingaklessur útum allt (partly kisu að kenna) Ég er flutt með kisu heim til Helgu þar til ástandið batnar. Og öll hjálp er vel þegin, td. ef einhver á demantasög og langar að koma að brjóta vegg þá er hinn sami hjartanlega velkominn. Get samt því miður ekki boðið upp á kaffi því ég er ekki með eldhús.
Ég skrapp til Florida í júní og ég eeeelska bandaríkin. Allavega Florida, hef ekki farið neitt annað, en þar er allt til og allt svo ódýrt. Ég ætla að flytja til Florida þegar ég verð gömul. Það verður líka ekkert mál því ég verð svo ógeðslega rík því ég er búin að fá mér viðbótalífeyrissparnað (eða lífeyrisviðbótasparnað eins og ég mismælti mig í gær) Lét sannfærast af mjög uppáþrengjandi manni sem var að kynna svoleiðis fyrir utan Bónus um daginn.
Hvað á ég að gera um verslunamannahelgina? Á ég að fara á Akureyri eða á ég að vera heima og taka til?