<$BlogRSDURL$>

mánudagur, nóvember 21, 2005

Bömmer...

Óheppnin hefur elt mig á röndum síðan í gær og ég ætla að deila atburðum síðasta sólarhrings með ykkur. Ég byrjaði á að lenda í árekstri í leiðinni heim í gær við gömul prúðbúin hjón (þeim að kenna auðvitað) og mér fannst hann svo harkalegur að ég var viss um að bílarnir væru báðir í smalli. Samt fann ég bara smá rispu á hjólkoppnum og ekkert á hinum bílnum þannig að ég leyfði þeim að fara og tók bara niður síma og heimilisfang hjá þeim til öryggis.
Seinna um kvöldið ákvað ég eins og svo oft áður að elda fyrir Pabba gamla (taka pizzu úr frysti, setja í ofninn og opna bjórdós) en ég ruglaðist á tökkum og kveikti óvart á hellunni í staðinn fyrir ofninum og kveikti þar með í dagbókinni minni sem lá á ofninum. (minnir óneitanlega á þegar ég eldaði kjúkling fyrir Helgu og Huldu í Eskihlíðinni í vor og hann var eitthvað lengi að eldast...ég er líklega með mjög lága ofnafgreindavísitölu) Komst í leiðinni að því að reykskynjarinn minn virkar ekki og nú á ég bara hálfa sviðna dagbók. Sem betur fer kviknaði bara í janúar til október en ég þarf að ganga með bókina í poka því það er svo vond fýla af henni. Í morgun á leiðinni í vinnuna klukkan SEX æddi ég út með dagbókina í poka, bíllykla en ekkert veski og læsti mig úti. Reddaði því, kom heim og ætlaði að vaska upp en þá fór allt á flot inni í vaskaskápnum, nýji fíni vaskurinn minn lekur og ég er að kafna úr brunafýlu og það á örugglega eftir að springa hjá mér í dag.

Hrefna og Þórdís argentínuskvísur eru komnar með link hér til hægri. Velkomnar elskurnar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?