<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Ég er flutt!!! Loksins:) Flutti á laugardaginn inn í ókláraða íbúð sem ég á líklega aldrei eftir að klára úr þessu. Sjónvarpsloftnetið er ótengt og internetið bilað, finnst eins og ég hafi misst tvo nána vini :( uhuuuu. Sem betur fer virkar vídjóið og dvdspilarinn.

Ég skrapp til Prag um daginn og það má víst ekki ræða allt sem gerðist þar..........en, í stuttu máli: Fyrsta kvöldið drakk ég absent (það eru bara aumingjar sem smakka ekki absent í prag) annað kvöldið var árshátíð, byrjaði mjög smekklega, 5 rétta máltíð á meiriháttar veitingastað, La Perla og endaði á strippklúbb langt frameftir kvöldi þar sem ýmsir könnuðu áður óþekktar slóðir. Þriðja kvöldið svaf ég meðan hinir fóru aftur á strippklúbbinn, þeir síðustu skriðu heim á hótel hálftíma fyrir brottför daginn eftir. Ég var að sjálfsögðu manna hressust í flugvélinni á leiðinni heim eftir 10 tíma fegurðablund.

Ég var að skrá mig í bootcamp, verð 3svar í viku til jóla og svo verð ég í jazzballett á laugardögum svo ég ætti að vera komin í ágætis form um jólin. Gamangaman. Hrefna ætlar með mér í bootcamp
og við erum nokkrar sem vinnum hjá JSB sem ætlum að láta verða af því að byrja í jazzballett þrátt fyrir aldur og fyrri störf.

Ég nenni ekki að gefa jólagjafir, hverjir fara í fýlu ef ég geri eins og í fyrra? (þessu er bara beint til þeirra sem þekktu mig í fyrra, hinir fá ekki neitt hvorsemer)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?